Klippti tungu barns sem talaði of mikið

Grunnskólakennari í Mílanó á Ítalíu hefur verið rekinn frá störfum eftir að hafa klippt í tungu sjö ára gamals nemanda sem kennarinn sagði að talaði of mikið. Sauma þurfti fimm spor í tungu nemandans.

Að sögn menntamálaráðherra Ítalíu, Giuseppe Fioroni, var einungis eitt svar við þessu athæfi kennslukonunnar, að reka hana samstundis úr starfi.

Kennslukonan, sem er 22 ára að aldri, fyrirskipaði drengnum að reka út úr sér tunguna svo hún gæti klippt hana af. Það væri eina leiðin til þess að fá hann til þess að þagna. Við svo búið særði hún tungu hans með skærunum þannig að það þurfti að sauma fimm spor, að því er segir í ítalska dagblaðinu Il Corriere della Sera.

Samkvæmt ANSA fréttastofunni játaði kennslukonan að hafa hótað drengnum með skærunum en að hún hafi óvart sært hann með skærunum. Það hafi ekki verið ætlunin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan