Amma fann sprengju í kartöflupokanum

Rúmlega sjötug ítölsk amma fann virka handsprengju í kartöflupoka sem hún keypti á útimarkaði í þorpi skammt frá Napólí.

Hún sagði að þegar hún hefði verið að þvo kartöflurnar hefði hún áttað sig á því að ein kartaflan var í rauninni sprengja.

Að sögn lögreglu var handsprengjan sömu gerðar og Bandaríkjamenn notuðu í Evrópu í síðari heimsstyrjöld. Talið er að hún hafi verið „tekin upp“ í kartöflugarði í Frakklandi án þess að ljóst yrði hvers kyns var.

Sérfræðingar gerðu sprengjuna óvirka í dag.

Amman segir það hafa vakið grunsemdir sínar hvað sprengjan var þung, og svo hafi hún ekki litið út eins og kartafla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir