Mikill áhugi á líkamsrækt fyrir nakta

Eigandi líkamsræktarstöðvar í Hollandi segir þúsundir manna hvaðanæva úr heiminum hafa haft samband við sig og beðið um nánari upplýsingar eftir að hann greindi frá þeirri ætlan sinni að halda líkamsræktarnámskeið þar sem allir yrðu naktir í tímum.

Patrick de Man heitir eigandi stöðvarinnar og býr í Heteren. Segist hann hafa fengið fyrirspurnir frá Bretum, Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum, auk fjölmargra Hollendinga, eftir að hann auglýsti námskeiðið á Netinu.

De Man segir hugmyndina komna frá tveim nektarsinnum sem eru viðskiptavinir stöðvarinnar hans. Viðbrögðin sýni að margir hafi beðið eftir þessu lengi.

De Man segir ennfremur að hann ætli að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að öfuguggar fái aðgang að námskeiðinu, og setja upp hlífar til að gluggagægjar geti ekki séð þátttakendur.

Frá þessu greinir Ananova.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar