Reglur eru reglur

Yfirsetumenn á prófi við Háskólann í Freiburg harðneituðu að hvika frá reglum og varð nemandi með þvagblöðrusjúkdóm því að pissa í flösku að 120 samnemendum sínum ásjáandi.

Nemandinn er 27 ára og hefur ekki fulla stjórn á þvagblöðru sinni í kjölfar slyss, og er að auki með hækjur. Yfirsetumenn á prófinu sögðu honum að samkvæmt reglunum mætti hann ekki fara á klósettið í miðju prófi og að ef hann færi samt yrði hann felldur.

Aðrir nemendur á prófinu mótmæltu þessu harðlega, en enginn yfirsetumannanna þriggja vildi fylgja manninum á salernið. Svo fór, að annar nemandi tæmdi vatnsflösku sem hann var með til að maðurinn gæti farið með hana út í horn og létt á sér.

Aðstoðarrektor skólans hefur beðið nemandann afsökunar, og segir framkomu yfirsetumannanna hafa verið algerlega óréttlætanlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka