Gerðu óvart innrás í Liechtenstein

Minnstu munaði að hefðbundin æfing svissneskrar herdeildar yrði að „diplómatísku atviki“ þegar deildin villtist yfir landamærin að smáríkinu Liechtenstein snemma í gærmorgun.

Að sögn svissneska dagblaðsins Blick villtist herdeildin, sem skipuð er um 170 mönnum, í náttmyrkrinu og fór rúman kílómetra innyfir landamærin, sem eru ómerkt, áður en mistökin urðu ljós og deildinni var snúið við.

Talsmaður svissneska hersins staðfesti að þessi „innrás“ hefði óvart verið gerð, en kvaðst telja ólíklegt að hún hefði alvarlegar afleiðingar.

Embættismenn í Liechtenstein vildu líka sem minnst úr málinu gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir