Eftirsóttir farsímar hverfa á leið til landsins

Einhverjir dýrustu farsímar sem fáanlegir eru hérlendis eru einnig með þeim eftirsóttustu. En óprúttnir og fingralangir menn eru líka sólgnari í þessa síma en aðra.

Alltaf eru einhver brögð að því, að sendingar af nýjum farsímum til Íslands hverfi í klær þjófa, en slík „rýrnun“ af þessum sökum hefur verið meiri á sendingum af þessum dýra, fína og eftirsótta síma en annarskonar símum.

Í sumum tilvikum eru þessir símar framleiddir í Austur-Evrópu, og í öðrum tilvikum liggur leið sendinganna til Íslands um þann heimshluta. Hefur því verið hvíslað að umboðsaðila símanna á Íslandi að rússneska mafían sé farin að teygja anga sína víða um Evrópu, og kunni að eiga einhvern þátt í umræddri rýrnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson