Giftist líki

Tulsi Devipujak, indversk kona í Gujarat-fylki, krafðist þess að fá að giftast unnusta sínum þrátt fyrir að hann væri látinn. Maðurinn lést skömmu eftir að þau trúlofuðu sig þegar hann féll ofan í brunn. Lík mannsins var brennt nokkrum mínútum eftir giftinguna.

Lögreglumaður í bænum Anand í Gujarat-fylki á Indlandi segir konuna hafa klæðst brúðarkjóli og síðan skipt yfir í sorgarklæðin. Brúðkaupsgestir stilltu líkinu upp við eld sem er fyrir miðju í brúðkaupum hindúa. Foreldrar brúðarinnar voru andvígir brúðkaupinu upphaflega en voru þó viðstaddir þessa óvenjulegu giftingu. Reuters segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar