Á von á sex börnum með sex konum

Margir lyftu brúnum í réttarsal í Hamiltonsýslu í Ohio í Bandaríkjunum þegar sakborningur í fjársvikamáli upplýsti, að hann ætti von á sex börnum með sex konum.

Verið var að rétta yfir 25 ára gömlum upptökustjóra, Rickey Lackey, sem hafði gerst sekur um fjárdrátt. Að sögn blaðsins Cincinnati Enquirer spurði dómarinn Lackey um fjölskyldu hagi, þar á meðal hvort hann ætti börn. „Engin börn en það eru sex á leiðinni," sagði Lackey án þess að blikna. Dómarinn spurði þá Lackey hvort hann ætlaði að giftast konu með sex börn „Nei, þær eru ástkonur mínar," svaraði Lackey þá.

Lackey var dreginn fyrir rétt eftir að hann varð uppvís að því að hafa dregið sér jafnvirði 250 þúsund króna. Hann slapp við refsingu þar sem hann hafði þegar endurgreitt féð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan