Svo getur brátt farið að smásöluaðilar í Georgíu í Bandaríkjunum verði meinað að selja börnum sælgæti með maríjúana-bragði, en ríkisþingið í Georgíu samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða lagafrumvarp sem mun banna sælgætisverslunum að selja umrædd kannabis-sælgæti sem bera nöfn eins og „Kronic Kandy“ og „Pot Suckers“.
Aðgerðarsinnar segja að þetta sé fyrsta bann sinnar tegundar í einu ríki Bandaríkjanna.
„Svona vara er tekin með á tónleika líkt og gömlu ís-sleikipinnarnir sem verið er að selja á götum úti,“ sagði ríkisþingmaður repúblikana í Georgíu Judy Mannning, sem flutningsmaður lagafrumvarpsins. „Þeir eru að selja stykkin á 4 - 8 dali. Þetta er frekar dýrt og mjög skaðlegt börnum okkar,“
Framleiðendur vörunnar halda því hinsvegar fram að sælgætið sé skaðlaust. Margir hafa þó ráðlagt smásöluaðilum að selja sælgætið aðeins fólki sem er orðið 18 ára eða eldra. Þeir segja að sælgætið sé bragðbætt með hassolíu svo það bragðist eins og maríjúána.
Sumir hafa gagnrýnt ríkisþingið í Georgíu fyrir að ganga of langt með því að reyna að binda bragð í lög.
„Hvernig getur dómstóll komist að niðurstöðu hvort bragð af einhverju passi eða passi ekki innan ramma lagafrumvarpsins, sagði Mark Hatfield, ríkisþingmaður repúblikana í Georgíu.
Frumvarpið var hinsvegar samþykkt með 133 atkvæðum gegn 26 og það fer því til umfjöllunar hjá öldungadeildar Bandaríkjaþings.