Vilja banna sölu á kannabissælgæti

Svo virðist sem að sumum þyki ekki nóg að sælgæti …
Svo virðist sem að sumum þyki ekki nóg að sælgæti í Georgíu sé sætt að bragðið. mbl.is/Árni Sæberg

Svo get­ur brátt farið að smá­söluaðilar í Georgíu í Banda­ríkj­un­um verði meinað að selja börn­um sæl­gæti með maríjú­ana-bragði, en rík­isþingið í Georgíu samþykkti með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta at­kvæða laga­frum­varp sem mun banna sæl­gætis­versl­un­um að selja um­rædd kanna­bis-sæl­gæti sem bera nöfn eins og „Kronic Kan­dy“ og „Pot Suckers“.

Aðgerðarsinn­ar segja að þetta sé fyrsta bann sinn­ar teg­und­ar í einu ríki Banda­ríkj­anna.

„Svona vara er tek­in með á tón­leika líkt og gömlu ís-sleikip­inn­arn­ir sem verið er að selja á göt­um úti,“ sagði rík­isþingmaður re­públi­kana í Georgíu Judy Mannn­ing, sem flutn­ings­maður laga­frum­varps­ins. „Þeir eru að selja stykk­in á 4 - 8 dali. Þetta er frek­ar dýrt og mjög skaðlegt börn­um okk­ar,“

Fram­leiðend­ur vör­unn­ar halda því hins­veg­ar fram að sæl­gætið sé skaðlaust. Marg­ir hafa þó ráðlagt smá­söluaðilum að selja sæl­gætið aðeins fólki sem er orðið 18 ára eða eldra. Þeir segja að sæl­gætið sé bragðbætt með hassol­íu svo það bragðist eins og maríjúána.

Sum­ir hafa gagn­rýnt rík­isþingið í Georgíu fyr­ir að ganga of langt með því að reyna að binda bragð í lög.

„Hvernig get­ur dóm­stóll kom­ist að niður­stöðu hvort bragð af ein­hverju passi eða passi ekki inn­an ramma laga­frum­varps­ins, sagði Mark Hat­field, rík­isþingmaður re­públi­kana í Georgíu.

Frum­varpið var hins­veg­ar samþykkt með 133 at­kvæðum gegn 26 og það fer því til um­fjöll­un­ar hjá öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka