Eins árs gamall brasilískur drengur, Mateus Araujo, vegur nú 25 kíló, sem er þrefalt yfir meðalþyngd eins árs gamalla barna. Læknar eru afar undrandi yfir því hvað valdi því að drengurinn hefur þyngst svo mikið á jafn skömmum tíma og raun ber vitni.
Þrátt fyrir að hafa gengist undir margskonar rannsóknir hefur læknum ekki tekist að komast að raun um hvað valdi þyngdaraukningunni hjá Araujo.
Haldi hann áfram að þyngjast með sama hætti og hann hefur gert mun Araujo vega um 400 kíló þegar hann verður orðinn 16 ára gamall.