Guðhræddir þorpsbúar sniðganga ný vegabréf sökum djöfullegra tákna

Ekki fylgir sögunni hvort íslensk vegabréf séu guði þóknanleg eður …
Ekki fylgir sögunni hvort íslensk vegabréf séu guði þóknanleg eður ei. mbl.is/Golli

Hundrað íbúar í rússnesku þorpi hafa neitað að skipta yfir í ný vegabréf sökum djöfullegra tákna sem þeir segjast sjá í strikamerkingu vegabréfanna. Frá þessu greindi rússneska ríkissjónvarpið í dag.

„Við teljum að þessi nýju vegabréf séu syndsamleg,“ sagði Valentina Yepifanova, sem er eldri borgari í þorpinu Bogolyubovo, í viðtali við sjónvarpið á meðan hún hélt dauðahaldi í gamla vegabréfið sitt sem er orðið afar slitið.

„Þau eru með þessum strikamerkingum og fólk segir að þar megi sjá þrjár sexur. Við erum á móti öllu slíku,“ sagði hún og það má vera ljóst að hún býður ekki syndinni heim í kaffi.

Fram kemur á fréttavef Reuters að sumir þorpsbúanna í Bogolyubovo, sem þýðir „guð elskandi“ á rússnesku, hafa jafnframt hætt að sækja ellilífeyrinn sinn á pósthúsið sökum þess að talið er að númer skepnunnar sé einnig að finna á lífeyrisgreiðsluseðlunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir