Suður-kóreskir bílaframleiðendur ætla að hafa færri fáklæddar fyrirsætur á Seoul-bílasýningunni í næsta mánuði í þeirri von að sýningargestir sjái meira af bílunum.
„Við viljum heldur að gestir beini athygli sinni að bílunum okkar en hinum aðlaðandi konum,“ sagði Jake Jang, talsmaður Hyundai. Fyrirtækið ætlar að ráða færri fyrirsætur til starfa núna en í fyrra, og mun dótturfyrirtækið Kia gera slíkt hið sama.