Breti hlýtur viðurkenningu fyrir að hlaupa fyrstur umhverfis heiminn

Robert Garside á hlaupum í Kochinborg á Indlandi árið 2003.
Robert Garside á hlaupum í Kochinborg á Indlandi árið 2003. Reuters

Robert Garside, fertugur Breti, hefur hlotið viðurkenningu Guinness heimsmetabókarinnar fyrir að hafa fyrstur manna hlaupið umhverfis jörðina. Garside segist hamingjusamur og að honum sé létt eftir að hafa fengið viðurkenninguna í hendur. Hann hefur barist fyrir því að fá metið viðurkennt í fjögur ár.

Garside hljóp 56.000 kílómetra samanlagt í 30 löndum og tók það hann fimm ár og átta mánuði. Hann kynntist eiginkonu sinni á hlaupum í Venesúela og fékk því meira út úr uppátækinu en blöðrur og viðurkenningarskjal.

Garside lauk hlaupum í júní 2003, en hefur þurft að svara ásökunum manna um að hann hefði farið með ýkjur um hlaupaafrek sín og safnað gögnum til að sanna þau. Meðal sönnunargagna eru myndbönd af hlaupunum, fréttir af þeim, kreditkortakvittanir og vitnisburður fólks sem sá hann hlaupa.

Garside þurfti meðal annars að sofa í snævi þöktum Himalajafjöllum, í munkaklaustri í Tíbet, hljóp undan þjófum í Mexíkó og byssumönnum í Panama. Þá dvaldi Garside í kínversku fangelsi í fimm daga fyrir þá sök að hafa ekki rétta pappíra á sér til dvalar í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir