Malasíumaður sem þurfti að kasta af sér vatni snemma morguns er orðin hetja eftir að hann kom í veg fyrir að um 100 manns væru grafnir lifandi er heimili þeirra hrundi ofan í jarðfall.
Maðurinn heitir Ranjis Empati og er tæplega sextugur. Hann býr í Sarawak-ríki á Borneó. Hann brá sér á kamarinn fyrir utan langhúsið sem hann býr í snemma á fimmtudagsmorgun, en tók þá eftir því að eldhúsið hans hafði hrunið, að því er New Straits Times greinir frá.
Hann kallaði til að aðvara aðra íbúa hússins, sem í eru 14 íbúðir, og níu annarra húsa. „Ég fann jörðina skjálfa undir fótum mér, og langhúsið hrundi ofan í jarðfall,“ sagði Renjis, sem missti þar allar eigur sínar nema nærhaldið sem hann var í, og skammbyssu sem honum lánaðist að bjarga af heimili sínu.
Frumbyggjar í Sarawak búa í langhúsum þar sem eru sambyggðar íbúðir fjölskyldna undir einu þaki.