102 ára kona fór holu í höggi

Elsie McLean frá Chico í Kaliforníu er talin vera elsti golfari sem farið hefur holu í höggi, en það gerði hún á par-3 holu á löglegum velli í Bidwell Park. McLean er 102 ára.

Frá þessu greinir fréttastofan AP.

McLean hélt, eftir að hún sló upphafshöggið, að boltinn væri týndur því að hún sá hann hvergi lenda. Vinkonur hennar fundu hann í holunni.

McLean kveðst hafa ákallað almættið og ekki trúað þessu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún fer holu í höggi, en einu sinni munaði þó mjóu, segir hún.

McLean verður gestur í þætti Jay Leno 24. apríl í tilefni af þessu afreki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup