„Ég heiti Bond ... “

Breti nokk­ur er orðinn stór­fræg­ur í þorp­inu sem hann býr í í Króa­tíu vegna þess að hann hef­ur eft­ir­nafnið Bond.

Hon­um hef­ur verið boðið í op­in­ber­ar veisl­ur og fólk legg­ur leið sína í timb­urkof­ann sem hann býr í ásamt tveim hund­um ein­göngu til að heilsa upp á hinn fræga herra Bond.

Þessi Bond ber að vísu skírn­ar­nafnið Gavin. Hann er 38 ára húsa­smiður frá London, sem flutt­ist til þorps­ins Mokrice í Króa­tíu til að ein­falda líf sitt. Ekki grunaði hann að nafnið myndi gera sig fræg­an.

„Ég heiti ekki einu sinni James, en það virðist ekki skipta neinu máli. Fólk ætlaði ekki að trúa mér þegar ég sagðist heita Bond, en þegar ég sýndi því pass­ann minn varð það yfir sig hrifið.“

Bond hef­ur í krafti nafns­ins hlotn­ast ým­is­kon­ar heiður, m.a. var hon­um boðið að opna stór­markað. „Fólk kem­ur og heim­sæk­ir mig í kof­ann bara til að segja „halló herra Bond“.“

Hann seg­ist kunna vel við sig í fag­urri nátt­úru í grennd við þorpið, og þyki gott að búa í timb­ur­húsi fjarri skarkala stór­borg­anna. Hon­um sé sama þótt fólk rugli sér sam­an við njósn­ar­ann 007. „Ég út­skýrði vand­lega að ég ætti ekk­ert skylt með James Bond, en fólk vill samt koma fram við mig eins og stór­stjörnu. Því finnst skemmti­legt að segja frá því að það búi í sama bæ og herra Bond.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Gættu þess að ganga ekki svo hart fram að þú gefir sjálfum þér aldrei grið. Varastu að vera of gagnrýnin en vertu samt óhræddur því innsæi þitt er í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Gættu þess að ganga ekki svo hart fram að þú gefir sjálfum þér aldrei grið. Varastu að vera of gagnrýnin en vertu samt óhræddur því innsæi þitt er í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason