Fjölkvæni er ekkert spaug

Sádi-Arabi missti hluta af nefi sínu þegar eiginkonur hans tvær réðust á hann þegar hann sagði í gríni að hann væri að íhuga að giftast þeirri þriðju. Judaie Ibn Salem hélt að hótunin yrði til þess að ágreiningur sem hafði komið upp á heimilinu myndi leysast.

„Ég sór að ég myndi gera þetta vegna þess að þær voru ókurteisar en þá varð ég fyrir enn meiri árás,“ sagði Ibn Salem við dagblaðið Shams þegar búið var að sauma sjö spor í nefið á honum.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þær gætu orðið svona reiðar. Eina leiðin fyrir mig að endurheimta reisn mína nú er að eignast þriðju eiginkonuna,“ sagði hann.

„Ég veit hinsvegar ekki hverju ég myndi glata næst ef ég léti verða af því.“

Samkvæmt íslömskum lögum mega karlmenn giftast fjórum konum og þá er fjölkvæni algengt í Sádi-Arabíu, þar sem Íslam á rætur sínar að rekja.

Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup