Fjögurra vikna gamall drengur kvaddur í herinn

Foreldrum hins fjögurra vikna gamla Lucio brá heldur betur í brún þegar barnið fékk bréf þess efnis frá þýska hernum að drengnum væri gert að mæta til skyldustarfa innan 10 daga.

Talsmaður hersins segir að herkvaðningin hafi verið send út fyrir mistök sökum þess að skrifstofustarfsmaður hafi slegið vitlausa dagssetningu í tölvukerfið.

„Þetta var slys,“ sagði talsmaður hersins við Reuters-fréttastofuna. „Einhver sló inn rangar tölur í tölvuna. Það var enginn skaði vegna þessa. Við áttuðum okkur á að mistök höfðu verið gerð og höfðum samband við fjölskylduna og báðum hana um að henda bréfi þegar þau kæmu heim til sín.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen