Titanic eðalúr

Hér má sjá eitt af úrunum í „Titanic-DNA“ línunni.
Hér má sjá eitt af úrunum í „Titanic-DNA“ línunni. Reuters

Búið er að endurnýta stál og kol úr farþegaskipinu Titanic, sem sökk í sæ í jómfrúarferð sinni árið 1912, til framleiðslu á nýrri línu eðalúra. Armbandsúrin eru sögð fanga kjarna hins fræga skips.

Úrsmiðurinn Romain Jerome SA í Genf segir „Titanic-DNA“ línuna vera á meðal vönduðust úra sem eru nú til sýnis á úra og skartgripasýningunni Baselworld, en sýningin er sú stærsta sinnar tegundar.

„Þau eru afar glæsileg og afar óaðgengileg,“ Yvan Arpa, framkvæmdastjóri hins þriggja ára gamla fyrirtækis. Hann segist vonast til þess að úr sem eru framleidd í takmörkuðu upplagi muni laða að safnara og aðra kaupendur sem hafa unun að því að kaupa sér glæsilega hluti og muni.

„Afskaplega margir ríkir einstaklingar kaupa sér alveg ótrúlega flókin úr án þess að skilja það hvernig þau virka, en þeir vilja hafa eitthvað til þess að segja frá,“ sagði Arpa. „Við bjóðum þeim upp á sögu,“ bætti hann við.

Staðurinn þar sem Titanic sökk í Atlantshafi árið 1912 hefur notið verndar í yfir áratug, en fyrir þann tíma voru kafarar búnir að sækja marga muni úr skipinu.

Romain Jerome segist hafa keypt hluta af skipsskrokki Titanic, sem var sóttur árið 1991, sem vó um 1,5 kíló. Hann neitar hinsvegar að gefa upp nafn seljandans. Þá fékkst staðfesting á því að um raunverulegan hluta Titanic hafi verið að ræða.

Hægt er að kaupa úrin á sýningunni í Basel og það ódýrasta kostar 500.000 kr. og það dýrasta kostar um 11,5 milljón kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar