Titanic eðalúr

Hér má sjá eitt af úrunum í „Titanic-DNA“ línunni.
Hér má sjá eitt af úrunum í „Titanic-DNA“ línunni. Reuters

Búið er að end­ur­nýta stál og kol úr farþega­skip­inu Tit­anic, sem sökk í sæ í jóm­frú­ar­ferð sinni árið 1912, til fram­leiðslu á nýrri línu eðal­úra. Arm­bandsúr­in eru sögð fanga kjarna hins fræga skips.

Úrsmiður­inn Romain Jerome SA í Genf seg­ir „Tit­anic-DNA“ lín­una vera á meðal vönduðust úra sem eru nú til sýn­is á úra og skart­gripa­sýn­ing­unni Baselworld, en sýn­ing­in er sú stærsta sinn­ar teg­und­ar.

„Þau eru afar glæsi­leg og afar óaðgengi­leg,“ Yvan Arpa, fram­kvæmda­stjóri hins þriggja ára gamla fyr­ir­tæk­is. Hann seg­ist von­ast til þess að úr sem eru fram­leidd í tak­mörkuðu upp­lagi muni laða að safn­ara og aðra kaup­end­ur sem hafa unun að því að kaupa sér glæsi­lega hluti og muni.

„Af­skap­lega marg­ir rík­ir ein­stak­ling­ar kaupa sér al­veg ótrú­lega flók­in úr án þess að skilja það hvernig þau virka, en þeir vilja hafa eitt­hvað til þess að segja frá,“ sagði Arpa. „Við bjóðum þeim upp á sögu,“ bætti hann við.

Staður­inn þar sem Tit­anic sökk í Atlants­hafi árið 1912 hef­ur notið vernd­ar í yfir ára­tug, en fyr­ir þann tíma voru kafar­ar bún­ir að sækja marga muni úr skip­inu.

Romain Jerome seg­ist hafa keypt hluta af skips­skrokki Tit­anic, sem var sótt­ur árið 1991, sem vó um 1,5 kíló. Hann neit­ar hins­veg­ar að gefa upp nafn selj­and­ans. Þá fékkst staðfest­ing á því að um raun­veru­leg­an hluta Tit­anic hafi verið að ræða.

Hægt er að kaupa úrin á sýn­ing­unni í Basel og það ódýr­asta kost­ar 500.000 kr. og það dýr­asta kost­ar um 11,5 millj­ón kr.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú hefur öll tök á því að læra sitthvað um sjálfan þig í samskiptum við þá sem standa þér næst, það er maka og nána vini. Líklega finnst þér það frábært.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú hefur öll tök á því að læra sitthvað um sjálfan þig í samskiptum við þá sem standa þér næst, það er maka og nána vini. Líklega finnst þér það frábært.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason