Margir bandarískir skólar hafa nú bannað nemendum að koma með iPod spilara í próf í komið hefur í ljós að spilararnir hafa verið notaðir til að svindla á prófunum.
Fyrir nokkru var bannað að koma með farsíma í próf því nemendur urðu uppvísir að því að skiptast á SMS skilaboðum við vini sína og fá þannig svör við erfiðum spurningum.
Til þessa hefur þó ekki verið amast við iPod spilurum en nú hefur komið í ljós að nemendur hafa hlaðið niður glósum í spilarana og lesið þær á skjá iPodsins eða hlustað á hljóðskrár.