Ölvuðum brúðguma sagt að hypja sig; bróðir hans kvæntist í staðinn

Þorpsbúar sem mættu í brúðkaup í austurhluta Indlands á dögunum leist ekki á blikuna þegar brúðguminn mætti ofurölvi á staðinn. Þeir tóku því til sinna ráða og báðu bróður brúðgumans, sem var allsgáður, um að giftast brúðinni sem hann gerði.

Að sögn lögreglu átti brúðguminn að hafa í ölæði sínu verið afar ókurteis við gesti þegar fjölskylda brúðarinnar og aðrir þorpsbúar sögðu honum að hafa sig á brott, en brúðkaupið fór fram í Arwal-héraði Bihar-ríkis.

Yngri bróðir brúðgumans samþykkti hinsvegar að ganga að eiga brúðina ungu þegar fjölskylda hennar bað hann um að kvænast henni.

„Brúðguminn hefur beðist afsökunar á framferði sínu, en hann hefur grátið yfir því að þetta muni spyrjast út og að hann muni aldrei finna neina sem vilji giftast honum,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup