„Örkin hans Nóa" sjófær

Hollenska örkin.
Hollenska örkin. AP

Sköpunarsinninn og Hollendingurinn Johan Huibers hefur lokið við eftirlíkingu af Örkinni hans Nóa. Fleyið er í hálfri stærð miðað við frásögn Biblíunnar og er líkönum af ýmsum dýrum komið fyrir á básum. Smíði arkarinnar tók hátt í tvö ár og bar Huibers hitann og þungann af framkvæmdinni.

Efniviðurinn var sedrusviður og fura, þar sem sérfræðingar í textum Biblíunnar eru ekki vissir um hvor tegundin var notuð. Huibers, sem er mjög trúaður, fékk hugmyndina eftir að hafa dreymt að sjór flæddi yfir land sitt.

Gestir arkarinnar geta látið líða úr sér í kvikmyndasal um borð, þar sem Disney-myndin „Fantasia 2000", þar sem Nóaflóðið kemur við sögu, er sýnd.

Líkön af dýrum eru í örkinni hans Huibers.
Líkön af dýrum eru í örkinni hans Huibers. AP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir