Stolna veskið fannst 56 árum síðar

Þann 11. apríl árið 1951 var sjóliðinn Val Gregoire, sem þá var 18 ára, sleginn í höfuðið þegar hann var í stuttu landvistarleyfi í Boston í Bandaríkjunum. Þegar hann raknaði við sér á ný voru veskið hans og buxurnar horfin.

Ekkja Gregoire og fimm börn hans þekktu vel þessa sögu og nú hafa þau fengið sönnun fyrir henni. Veskið fannst nefnilega þegar verið var að rífa gamalt leikhús í Boston, nákvæmlega 56 árum eftir að það hvarf.

Richard Bagen var að rífa vegg þegar veskið kom í ljós. Engir peningar voru í veskinu en í því voru skilríki, afrit af fæðingarvottorði Gregoire og á annan tug ljósmynda. Þá var skriflegt landvistarleyfi frá bandaríska sjóhernum sem var dagsett 11. apríl 1951, en Bagen fann veskið einmitt 11. apríl sl.

Kathy Bagen, kona Richards, segir í samtali við blaðið Sun Journal of Lewiston, að tilviljunin með dagsetninguna hafi verið afar einkennileg. Kathy tókst að hafa upp á Jeannette Gregoire, ekkju Vals, og sendi síðan veskið til hennar í pósti.

Þau Val og Jeannette giftu sig árið 1953 en Val lést árið 2003. Hann starfaði sem slökkviliðsmaður í Lewiston.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan