Bjórsmakkari fær bætur

Reuters

Brugghús eitt í Brasilíu hefur verið dæmt til að greiða fyrrum starfsmanni sínum, sem starfaði þar sem bjórsmakkari, 49.000 Bandaríkjadali, þar sem ljóst þykir að starf hans hafi mjög stuðlað að áfengissýki hans.

Maðurinn segir að fyrirtæki, Ambev, hafi ekki séð honum fyrir nógu góðri heilbrigðisþjónustu til að koma í veg fyrir að hann yrði áfengissjúkur.

Fórnarlambið drakk 16-25 lítil glös af bjór á hverri vakt hjá fyrirtækinu, eða um einn og hálfan lítra af bjór. Með tímanum fór maðurinn að sögn að drekka jafn mikið magn á frídögum sínum.

Helsta vörn Ambev í málinu var sú að ljóst hafi verið að maðurinn hafi verið áfengissjúkur fyrir, þegar hann hóf störf hjá fyrirtækinu. Dómaranum José Felipe Ledur fannst þau rök hins vegar léttvæg og benti á að það væri óafsakanlegt að ráða áfengissjúkling sem bjórsmakkara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir