Köngulær komu sér fyrir í eyra drengs

Jesse Courtney með köngulærnar.
Jesse Courtney með köngulærnar. AP

Níu ára gamall drengur í Oregon í Bandaríkjunum kvartaði við móður sína yfir því að hann heyrði undarleg hljóð inni í eyranu, einskonar smelli. Móðirin fór með son sinn til læknis, sem komst að því sér til undrunar að tvær köngulær höfðu búið um sig í eyra drengsins.

Læknirinn skolaði eyrað á drengnum, sem heitir Jesse Courtney, og köngulærnar komu út, önnur dauð en hin var enn lifandi.

Jesse fékk köngulærnar með sér heim og hefur m.a. tekið þær með sér í skólann til að sýna skólafélögunum og kennurum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir