Drukkinn Þjóðverji féll á ökuprófi

Tilraunir þýsks manns til þess að ná ökuprófi er hann var undir áhrifum áfengis fengu snöggan endi þegar prófdómari mannsins fór með hann beinustu leið á lögreglustöðina.

Maðurinn mætti í prófið, sem fram fór í bænum Bendorf, kl. 8:30 í gærmorgun angandi af áfengi.

Prófdómarinn spurði nemandann, sem er 27 ára gamall, hvort hann hafði verið að drekka, en því neitaði maðurinn. Prófdómarinn ákvað því í fyrstu að leyfa manninum að taka prófið en ekki leið á löngu þar til hann tók þá ákvörðun að fara með nemandann beint á lögreglustöðina, enda ökulag mannsins vafasamt svo ekki sé fastar að orði kveðið.

„Ökulag hans var fremur slæmt,“ sagði talsmaður lögreglu í samtali við Reuters-fréttastofuna.

„Prófdómarinn ákvað því að beina honum í áttina að lögreglustöðinni án þess að hann tæki eftir því.“

„Þegar hann var komið þangað varð hann að fara út úr bifreiðinni til þess að taka áfengispróf, sem leiddi í ljós að hann væri vel yfir leyfilegum mörkum.“

Maðurinn var að lokum ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengið, en áfengismagnið í blóði hans var þrefalt það sem leyfilegt er.

Það er nokkuð ljóst að maðurinn mun ekki fá tækifæri til þess að ná ökuprófinu í bráð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson