Leigði fatafellur í 16 ára afmæli sonar síns

Hálffimmtugur maður hefur mætt fyrir dómara í Suður-Afríku sakaður um að hafa leigt þrjár fatafellur til þess að skemmta unglingum í 16 ára afmæli sonar síns, en um 20 unglingar voru í afmælinu.

Að sögn saksóknara var áfengi á boðstólnum í afmælinu sem var haldið á heimili drengsins í mars. Þá máttu unglingarnir snerta dansarana sem höfðu farið úr hverri einustu spjör og dönsuðu uppi á sviði.

Faðirinn, sem starfar sem kaupsýslumaður, er ákærður fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum í lögum um kynferðisafbrot. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu og mætti fyrir dómara í bænum Middleburg í Mpumalanga-héraði landsins í gær.

Honum var sleppt úr fangelsi við greiðslu um 20.000 kr. tryggingargjalds.

Fatafellurnar, sem eru á tvítugs- og þrítugsaldri, auk 26 ára karlmanns frá Pretoríu hafa einnig verið ákærð fyrir að hafa undirbúið afmælið. Þau hafa öll mætt fyrir dómara og hefur verið sleppt gegn greiðslu tryggingargjalds.

Þá mun faðir drengsins einnig verða ákærður fyrir að hafa undir höndum sprengiefni, sem hann fékk ólöglega. Sprengiefnið fannst á heimili mannsins á meðan lögreglan rannsakaði fatafellumálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan