Höfundur bersöglisbloggs handtekinn

Kínverji hefur verið handtekinn fyrir að birta bersöglar kynlífssögur á bloggi sínu, að því er kínverskir ríkisfjölmiðlar greina frá í dag. Nú standa yfir um gervallt Kína sérstakar aðgerðir gegn dreifingu óviðeigandi efnis á netinu.

Ekki var um að ræða að maðurinn birti klámmyndir á bloggi sínu heldur voru þetta skrifaðar frásagnir þar sem ekkert var dregið undan.

Að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua hefur lögreglan í þessum aðgerðum lokað 1.450 vefsínðum og eytt yfir þrjátíu þúsund meintum svívirðilegum skilaboðum.

Bersöglibloggarinn sem var handtekinn var bílstjóri hjá auglýsingastofu. Segir Morgunpósturinn í Peking að maðurinn, sem heitir Li, hafi birt kynlífslýsingar á bloggsíðu sinni, „Hazy Night“, til að laða að lesendur og auka auglýsingatekjurnar sem netþjónninn, PKsina.com.cn, hafði heitið honum.

Þeir sem fundnir eru sekir um að selja meintan sóðaskap sem þennan eiga yfir höfði sér hálfs til þriggja ára fangelsi, en ekki er ljóst hvort það á við í tilviki Lis þar sem ekki þurfti að greiða fyrir aðgang að efninu á bloggi hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir