Íranar munu framleiða sérstök „íslömsk hjól" fyrir konur þar sem sérstakur klefi á hjólinu mun skýla stórum hluta líkamans.
„Þetta verkefni styður þróun kvennaíþrótta," hefur opinbert dagblað Íransstjórnar eftir Elaheh Sofali, verkefnisstjóra.
Faezeh Hachémi, dóttir Akbar Hachémi Rafsandjani, fyrrum forseta Írans, reyndi á tíunda áratug síðustu aldar að þróa hjólreiðar sem kvennaíþrótt en gafst upp eftir að klerkastjórnin lýsti vanþóknun sinni á tiltækinu.