Karrýréttur sprakk í 35 þúsund fetum

Júmbótþota British Airways fer í loftið.
Júmbótþota British Airways fer í loftið. AP

Flugfreyja hjá British Airways olli miklum skemmdum á júmbóþotu þegar tilbúinn karrýréttur sem hún ætlaði að hita upp í örbylgjuofni um borð sprakk í 35 þúsund feta hæð, á leið vélarinnar frá London til Miami.

Áhöfnin slökkti í logandi ofninum með slökkvitæki og ferðinni var haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Breska blaðið The Sun segir að flugfélagið fullyrði að engin hætta hafi steðjað að farþegum vélarinnar, þótt tekið hafi nokkra daga að gera við flugvélina.

Flugfreyjan hafði keypt karrýréttin í verslun og haft með sér í flugið. Hefur flugliðum BA nú verið bannað að nota örbylgjuofna í vélum félagsins til að hita upp annað en mat úr flugeldhúsi.

Haft er eftir starfsmanni BA að það sé algengt að flugliðar hafi með sér sitt eigið nesti í flug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup