Japanir eru vinsælustu ferðamennirnir

Ferðamenn í Austurstræti.
Ferðamenn í Austurstræti. Ómar Óskarsson

Vinsælustu ferðamenn í heimi eru Japanir, því næst koma Bandaríkjamenn og Svisslendingar, samkvæmt niðurstöðum könnunar á meðal evrópskra hótelrekenda. Japanskir ferðamenn þykja kurteisir og hreinlátir, og hlutu 35% fleiri atkvæði en Bandaríkjamenn, sem urðu í öðru sæti.

Svissneskum feramönnum var hrósað fyrir að hafa ekki hátt og vera tillitssamir, ólíkt breskum ferðamönnum, sem urðu í fimmta sæti á listanum yfir óvinsælustu ferðamennina vegna ruddalegrar framkomu, hávaðasemi og nísku á þjórfé.

Þeir ferðamenn sem hótelhaldarar segja eyða mestum peningum á ferðalögum eru Bandaríkjamenn, Rússar og Bretar.

Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum frá um 15.000 hótelrekendum, en vefsetrið Expedia gerði könnunina.

Óvinsælustu ferðamennirnir eru Frakkar, þá koma Indverjar, Kínverjar og Rússar.

Verst klæddu ferðamennirnir eru aftur á móti Bandaríkjamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir