Japanir eru vinsælustu ferðamennirnir

Ferðamenn í Austurstræti.
Ferðamenn í Austurstræti. Ómar Óskarsson

Vin­sæl­ustu ferðamenn í heimi eru Jap­an­ir, því næst koma Banda­ríkja­menn og Sviss­lend­ing­ar, sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar á meðal evr­ópskra hót­el­rek­enda. Jap­ansk­ir ferðamenn þykja kurt­eis­ir og hrein­lát­ir, og hlutu 35% fleiri at­kvæði en Banda­ríkja­menn, sem urðu í öðru sæti.

Sviss­nesk­um fera­mönn­um var hrósað fyr­ir að hafa ekki hátt og vera til­lits­sam­ir, ólíkt bresk­um ferðamönn­um, sem urðu í fimmta sæti á list­an­um yfir óvin­sæl­ustu ferðamenn­ina vegna rudda­legr­ar fram­komu, hávaðasemi og nísku á þjór­fé.

Þeir ferðamenn sem hót­el­hald­ar­ar segja eyða mest­um pen­ing­um á ferðalög­um eru Banda­ríkja­menn, Rúss­ar og Bret­ar.

Niður­stöðurn­ar eru byggðar á svör­um frá um 15.000 hót­el­rek­end­um, en vef­setrið Expedia gerði könn­un­ina.

Óvin­sæl­ustu ferðamenn­irn­ir eru Frakk­ar, þá koma Ind­verj­ar, Kín­verj­ar og Rúss­ar.

Verst klæddu ferðamenn­irn­ir eru aft­ur á móti Banda­ríkja­menn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka