Japanir eru vinsælustu ferðamennirnir

Ferðamenn í Austurstræti.
Ferðamenn í Austurstræti. Ómar Óskarsson

Vinsælustu ferðamenn í heimi eru Japanir, því næst koma Bandaríkjamenn og Svisslendingar, samkvæmt niðurstöðum könnunar á meðal evrópskra hótelrekenda. Japanskir ferðamenn þykja kurteisir og hreinlátir, og hlutu 35% fleiri atkvæði en Bandaríkjamenn, sem urðu í öðru sæti.

Svissneskum feramönnum var hrósað fyrir að hafa ekki hátt og vera tillitssamir, ólíkt breskum ferðamönnum, sem urðu í fimmta sæti á listanum yfir óvinsælustu ferðamennina vegna ruddalegrar framkomu, hávaðasemi og nísku á þjórfé.

Þeir ferðamenn sem hótelhaldarar segja eyða mestum peningum á ferðalögum eru Bandaríkjamenn, Rússar og Bretar.

Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum frá um 15.000 hótelrekendum, en vefsetrið Expedia gerði könnunina.

Óvinsælustu ferðamennirnir eru Frakkar, þá koma Indverjar, Kínverjar og Rússar.

Verst klæddu ferðamennirnir eru aftur á móti Bandaríkjamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan