Sænskir froskar syngja best

Sænskir froskar fóru með sigur af hólmi í söngkeppni evrópskra froska, sem fram fór í fyrsta skipti á dögunum. Danskir froskar urðu í öðru sæti og þýskir í því þriðja en froskarnir í Lettlandi þóttu lakastir.

Sagt er frá þessu í nýjasta Bændablaðinu. Þar kemur fram, að keppnin fór fram tvö kvöld en síðara kvöldið var veður svo slæmt í þremur löndum, að froskarnir þar þögðu þunnu hljóði.

Keppnin fór þannig fram, að áheyrendur söfnuðust saman í nágrenni staða, þar sem froskarnir halda sig, og hlýddu á þá. Þeir gátu einnig fylgst með hljóðum froska í öðrum löndum gegnum netið. Síðan voru greidd atkvæði og stóðu froskar í Svíþjóð uppi sem öruggir sigurvegarar.

Bændablaðið segir að þessi keppni hafi verið liður í sérstöku átaksverkefni sem nýtur styrkja frá Evrópusambandinu. Tilgangurinn sé að styrkja og viðhalda stofni evrópskra söngfroska sem hefur látið á sjá vegna ágangs á votlendi í álfunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach