Hátt í tvö þúsund nemendur sem þreyttu inntökupróf fyrir háskóla í Nígeríu voru staðnir að því að svindla með aðstoð farsímanna sinna, að því er þarlend blöð greindu frá í gær.
Alls voru rúmlega 40.000 nemendur staðnir að því að hafa rangt við á prófunum með einhverjum hætti, þ.á m. símasvindlararnir.
Alls tóku 854.500 nemendur inntökupróf í háskóla landsins að þessu sinni. Að sögn prófstjóra komst upp um 300 yfirsetumenn sem tóku þátt í svindlinu með nemendunum.