Heimsmet: Borðaði tæplega 60 pylsur á 12 mínútum

Chestnut treður í sig pylsum.
Chestnut treður í sig pylsum. AP

Tuttugu og þriggja ára Kaliforníumaður, Joey Chestnut, setti í gær nýtt heimsmet í pylsuáti er hann sporðrenndi 59 og hálfri pylsu á 12 mínútum. Sló hann þar með met Japanans Takeru Kobayashi, sem var 53 og þrír fjórðu af pylsu á 12 mínútum. Keppnin fór fram í Tempe í Arizona.

Í frétt AP segir að um sé að ræða "pylsur í brauði" (HDB's). Í verðlaun hlýtur Chestnut ferð til New York, ársbirgðir af pylsum og 250 dollara gjafakort í verslunarmiðstöðinni þar sem keppnin fór fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach