Tuttugu og þriggja ára Kaliforníumaður, Joey Chestnut, setti í gær nýtt heimsmet í pylsuáti er hann sporðrenndi 59 og hálfri pylsu á 12 mínútum. Sló hann þar með met Japanans Takeru Kobayashi, sem var 53 og þrír fjórðu af pylsu á 12 mínútum. Keppnin fór fram í Tempe í Arizona.
Í frétt AP segir að um sé að ræða "pylsur í brauði" (HDB's). Í verðlaun hlýtur Chestnut ferð til New York, ársbirgðir af pylsum og 250 dollara gjafakort í verslunarmiðstöðinni þar sem keppnin fór fram.