Japanskur karlmaður sem hugðist ræna nærfötum sem voru í eigu dóttur lögreglumanns þurfti heldur betur að útskýra mál sitt þegar lögreglumaðurinn náði nærfataþjófnum íklæddum skólabúningi, sem var ætlaður stúlkum.
Þjófurinn, hinn 24 ára gamli Junichi Uchikura, fór inn í húsgarð í borginni Kagoshima, sem á suðvesturhluta Japans, þegar hann tók eftir nærfötum stúlkunnar.
Það kom hinsvegar fljótlega í ljós að nærfötin voru í eigu dóttur lögreglumanns. Eiginkona mannsins varð mannsins var og lét eiginmanninn vita af nærfataþjófnum og veitti lögreglumaðurinn unga nærbuxnaþjófnum eftirför. Lögreglumanninum brá hinsvegar í brún þegar hann sá að Uchikura var búinn að klæða sig í skólabúning sem er ætlaður stúlkum.
Uchikura átti augljóslega erfitt með að útskýra mál sitt en hann viðurkenndi hinsvegar að hafa stolið búningnum úr öðru húsi í borginni Kagoshima stuttu áður en hann fór inn á heimili lögreglumannsins.
Að sögn lögreglu sagðist maðurinn hafa stolið skólabúningnum og reynt að stela nærfötunum til þess að svala kynferðislegum löngunum sínum.