Brunað eftir hraðbraut í hjólastól á 80 km hraða

Lögreglumenn sjást hér vinna að því að losa hjólastól Carpenter …
Lögreglumenn sjást hér vinna að því að losa hjólastól Carpenter í gær. AP

Maður sem er bundinn við hjólastól fór í óvænta ökuferð eftir bandarískri hraðbraut þegar honum tókst einhvernvegin að festa handföngin aftan á hjólastólnum í grilli vörubifreiðar.

Segja má að vörubifreiðin hafi náð að skófla upp hjólastól Bens Carpenters þar sem hann var á ferðinni fyrir framan bifreiðina sem var að taka af stað á bensínstöð.

Vörubílsstjórinn gerði sér enga grein fyrir því sem hafði gerst. Sem betur fer var Carpenter með sætisólar spenntar sem komu í veg fyrir að hann hefði fallið úr stólnum, sem hefði að öllum líkindum orðið hans bani.

Aðrir ökumenn, sem óku fram hjá Carpenter, létu lögreglu vita af hinu nýja bílskrauti vörubifreiðarinnar. Lögreglan fann manninn sem slapp ómeiddur eftir svaðilförina, en hann var hinsvegar enn fastur á grillinu þegar lögreglan kom að honum, segir á fréttavef BBC.

Lögreglan í bænum Paw Paw í Michigan í Bandaríkjunum segja að Carpenter hafi tjáð þeim að þetta hafi verið „allsvakalegt ferðalag“. Eina umkvörtunarefni hans var sú staðreynd að í hamaganginum hafi gosið hans hellst niður.

Hraðast ók vörubifreiðin á um 80 km hraða er hún brunaði eftir Red Arrow hraðbrautinni.

Eftir að hafa ekið nokkra kílómetra stöðvaði vörubílstjórinn loks bifreiðina á lóð flutningafyrirtækis og þar greindi lögreglan honum frá því að hann hefði ekki verið einn á ferð.

Eins og gefur að skilja átti vörubílstjórinn erfitt með að trúa því að maður í hjólastól væri fastur framan á bifreiðinni fyrr en hann sá það sjálfur.

Hér má sjá hvernig handföng hjólastólsins festust í grillinu.
Hér má sjá hvernig handföng hjólastólsins festust í grillinu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka