Hundar leigðir út

Í Kali­forn­íu geta menn leigt sér hund hjá hunda­leigu og brátt verður það einnig hægt í New York. Hunda­leig­an ber nafnið Flexpetz en það var Mar­lena nokk­ur Cervan­tes sem fékk þessa óvenju­legu viðskipta­hug­mynd og hrinti í fram­kvæmd.

Hunda­leig­an er miðuð við þá sem hafa ekki tíma til að sinna hundi eða eiga við of­næmi að stríða. Dýra­vernd­un­ar­sinn­ar eru ekki sátt­ir við að hund­ar séu leigðir út með þess­um hætti. Viðskipta­vin­ir Flexpetz geta valið úr fimm til tíu hund­um og geta leigt þá í nokkr­ar klukku­stund­ir eða nokkra daga, allt eft­ir þörf­um. Cervan­tes bend­ir á að í borg­um eins og New York sé það oft bannað í fjöl­býl­is­hús­um að eiga hund eða þá að menn þurfi að greiða him­in­há gjöld fyr­ir að vera með dýrið í íbúð sinni.

Hver hvolp­ur hunda­leig­unn­ar mun eiga tvær eða þrjár fjöl­skyld­ur sem hann býr hjá reglu­lega, þ.e. þegar hann er ekki í láni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Fólk venst því að sjá þig í einu hlutverki og eiga samskipti við þig þannig, en þú er margslunginn. Hristu upp í hlutunum og vertu djarfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Fólk venst því að sjá þig í einu hlutverki og eiga samskipti við þig þannig, en þú er margslunginn. Hristu upp í hlutunum og vertu djarfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar