Eignaðist sexbura

Börn á fæðingardeild.
Börn á fæðingardeild. AP

Þrjátíu og tveggja ára gömul kona í Arizona í Bandaríkjunum eignaðist sexbura í dag. Jenny Masche þurfti að gangast undir keisaraskurð til þess að koma börnunum í heiminn og var kynjadreifingin jöfn, þrír strákar og þrjár stúlkur. Að sögn lækna er þetta í fyrsta sinn sexburafæðing gengur svona vel sem raun beri vitni, þ.e. öll börnin lifðu af fæðinguna.

„Við áttum von á allskonar vandamálum, en allt varð fyrir ekki,“ sagði John Elliot, sem er einn af þremur læknum sem tóku á móti börnunum. „Þessi fæðing gekk eins í sögu. Ég hefði ekki viljað breyta neinu.“

Sexburarnir fæddust fyrir tímann, en þeir höfðu verið í móðurkviði í 30 vikur og fjóra daga. Öll börnin utan eitt vógu minna en 1,4 kíló.

Barnsfaðirinn Bryan Masche sagði í samtali við AP-fréttastofuna í síðustu viku að þau hjónin hefðu verið dauðskelkuð þegar þau komust að því í desember að þau ættu von á sex börnum.

Hjónin höfðu reynt að eignast barn með náttúrulegum aðferðum án árangurs í mörg ár áður en Jenny Mache gekkst undir tæknifrjóvgun.

Líkurnar á því að eignast sex börn í einu eru einn á móti 4,7 milljörðum að sögn lækna. Það skal þó tekið fram að líkurnar aukast verulega sé aðferðum tæknifrjóvgunar beitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan