Eftirnafnaskortur í Kína

Yfir einn millj­arður manna býr í Kína, en þar eru aðeins um eitt hundrað eft­ir­nöfn notuð, og eru kín­versk yf­ir­völd nú að vega og meta til hvaða aðgerða megi grípa til að draga úr þeim rugl­ingi sem þessi eft­ir­nafna­fá­tækt óhjá­kvæmi­lega veld­ur, að því er kín­versk­ir fjöl­miðlar greina frá í dag.

Sam­kvæmt kín­versk­um lög­um mega börn ein­ung­is taka eft­ir­nafn móður eða föður, en fá­breytn­in veld­ur því að nú bera 93 millj­ón­ir Kín­verja eft­ir­nafnið Wang. Kín­verj­ar eru um það bil 1,3 millj­arðar. 85% þeirra deila um 100 eft­ir­nöfn­um, sam­kvæmt könn­un sem kín­verska Vís­inda­aka­demí­an gerði fyrr á ár­inu.

Drög að nýrri reglu­gerð kveða aft­ur á móti á um að börn geti tekið eft­ir­nöfn beggja for­eldra sinna, en sá mögu­leiki myndi gefa kost á 1,28 millj­ón­um nýrra eft­ir­nafna. Þannig gætu for­eldr­ar með eft­ir­nöfn­in Zhou og Zhu gefið barni eft­ir­nafnið Zhou, Zhu, Zhouzhu eða Zhuzhou, að því er Kín­verska dag­blaðið grein­ir frá. Sam­skeytt eft­ir­nöfn munu nú þegar vera orðin vin­sæl meðal ungra for­eldra, þótt þau séu strangt til tekið ekki heim­il að lög­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú gengur fram af miklum krafti og undrast umburðarlyndi annarra í þinn garð. Ekkert er betra en að eiga góða vini sem eru tilbúnir til að rétta þér hjálparhönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú gengur fram af miklum krafti og undrast umburðarlyndi annarra í þinn garð. Ekkert er betra en að eiga góða vini sem eru tilbúnir til að rétta þér hjálparhönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir