Óður íkorni

Íkornar eru venjulega hin vænstu dýr.
Íkornar eru venjulega hin vænstu dýr. mbl.is

Íkorni gerði mikinn usla og réðist á þrjá í suður Þýska­landi, en mætti örlögum sínum þegar eldri borgari náði að verjast með hæk­ju sinni.

Íkornar eru þekktari fy­r­ir að vera ljúf og meinla­us dýr, sem hoppa um og safna hnetum. Árás óða ík­ornans kom því fórnalö­m­bum eðlilega í opna skjöldu.

Fy­rst réðist ík­orninn á sjöt­uga konu og beit hana svo fast að það var ekki fyrr en að hún hljóp út á götu í leit að hjálp að hún náði að hrista hann af sér. Því næst hljóp hann í fangið á ungum manni og klóraði hann, en sá náði að verjast. Dýrið stökk þá í næsta garð og réðist á rú­m­lega sjöt­ug­an mann, en hitti þar fy­r­ir jafning­ja sinn sem greiddi honum bana­höggið með hæk­j­unni sinni.

Grunur lei­kur á að ík­orninn dauði hafi þjáðst af hu­ndaæði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér virðast engin takmörk sett ef þú aðeins gætir þess að fara rétt í hlutina. Þú ferð stundum fram úr sjálfum þér svo ekki gleymma að hugsa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér virðast engin takmörk sett ef þú aðeins gætir þess að fara rétt í hlutina. Þú ferð stundum fram úr sjálfum þér svo ekki gleymma að hugsa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar