Bandarískur bær vill banna buxur sem lafa

Rapparinn 50 cent er á meðal þeirra sem vill láta …
Rapparinn 50 cent er á meðal þeirra sem vill láta skína í nærhaldið. Ljóst er að hann kæmist ekki upp með slíkt í bænum Delcambre. Reuters

Það mun brátt varða við lög að ganga um í bux­um sem hanga það neðarlega við mittið þannig sjá megi í nær­föt viðkom­andi, þ.e. nái bæj­ar­stjóri einn í Lousi­ana-ríki í Banda­ríkj­un­um fram vilja sín­um.

Bæj­ar­stjór­inn seg­ist ætla að staðfesta sem lög til­skip­un sem er á þá leið að það verði brot á vel­sæm­is­lög­un að ganga í slík­um bux­um - sem sum­ir hafa viljað kalla „skopp­ara­bux­ur“. Með at­hæf­inu sé fólk í raun að fletta sig klæðum.

Bæj­ar­ráðið í Delcambre samþykkti ein­róma til­skip­un­in fyrr í þess­ari viku, en sam­kvæmt henni er það glæp­ur að ganga um í bux­um þannig að nær­föt­in sjá­ist, seg­ir á frétta­vef BBC.

„Ef þú sýn­ir þitt allra heil­ag­asta verður þú sektaður,“ um 500 dali, sagði bæj­ar­stjór­inn, Carol Brouss­ard.

Þá mega þeir sem ger­ast brot­leg­ir við lög­in átt von á því að verða dæmd­ir í sex mánaða fang­elsi.

Brouss­ard seg­ir að þeir sem séu svona til fara ættu í raun­inni bara að klæða sig úr bux­un­um og í kjól.

Ted Ayo, lögmaður bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar, seg­ir til­skip­un­ina snú­ast um það að það verði bannað að sýna nær­föt­in á al­manna færi.

Sum­ir bæj­ar­bú­ar hafa hins­veg­ar bent á að laf­andi bux­ur séu í tísku á meðal ákveðinna hópa, t.d. meðal þeirra sem hlýða á hip hop tónlist.

Brouss­ard neitaði því hins­veg­ar að málið snú­ist um kynþætti. „Hvítt fólk geng­ur einnig í laf­andi bux­um,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mistök fortíðarinnar voru víst lexíur. Einbeittu þér að því að njóta þess sem þú hefur og rækta það, Þannig festirðu ræturnar þínar
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mistök fortíðarinnar voru víst lexíur. Einbeittu þér að því að njóta þess sem þú hefur og rækta það, Þannig festirðu ræturnar þínar
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant