Bandarískur bær vill banna buxur sem lafa

Rapparinn 50 cent er á meðal þeirra sem vill láta …
Rapparinn 50 cent er á meðal þeirra sem vill láta skína í nærhaldið. Ljóst er að hann kæmist ekki upp með slíkt í bænum Delcambre. Reuters

Það mun brátt varða við lög að ganga um í buxum sem hanga það neðarlega við mittið þannig sjá megi í nærföt viðkomandi, þ.e. nái bæjarstjóri einn í Lousiana-ríki í Bandaríkjunum fram vilja sínum.

Bæjarstjórinn segist ætla að staðfesta sem lög tilskipun sem er á þá leið að það verði brot á velsæmislögun að ganga í slíkum buxum - sem sumir hafa viljað kalla „skopparabuxur“. Með athæfinu sé fólk í raun að fletta sig klæðum.

Bæjarráðið í Delcambre samþykkti einróma tilskipunin fyrr í þessari viku, en samkvæmt henni er það glæpur að ganga um í buxum þannig að nærfötin sjáist, segir á fréttavef BBC.

„Ef þú sýnir þitt allra heilagasta verður þú sektaður,“ um 500 dali, sagði bæjarstjórinn, Carol Broussard.

Þá mega þeir sem gerast brotlegir við lögin átt von á því að verða dæmdir í sex mánaða fangelsi.

Broussard segir að þeir sem séu svona til fara ættu í rauninni bara að klæða sig úr buxunum og í kjól.

Ted Ayo, lögmaður bæjarstjórnarinnar, segir tilskipunina snúast um það að það verði bannað að sýna nærfötin á almanna færi.

Sumir bæjarbúar hafa hinsvegar bent á að lafandi buxur séu í tísku á meðal ákveðinna hópa, t.d. meðal þeirra sem hlýða á hip hop tónlist.

Broussard neitaði því hinsvegar að málið snúist um kynþætti. „Hvítt fólk gengur einnig í lafandi buxum,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir