Féll í 38. sinn

Sjö­tíu og þriggja ára gam­all ind­versk­ur bóndi, sem hét því að kvæn­ast ekki fyrr en hann myndi ná grunn­skóla­prófi, hef­ur fallið í 38. sinn á próf­un­um.

Shiv Char­an Yadav hef­ur tekið próf­in, sem eru ætluð 15 ára göml­um börn­um, á hverju ári síðan 1969.

Hann var rúm­lega þrítug­ur þegar hann ákvað að taka próf­in og bæta mennt­un sína.

Í ár féll hann í öllu nema sanskrít, en hann fékk aðeins 103 stig af 600.

Hann seg­ist eiga í mikl­um erfiðleik­um með stærðfræði, og seg­ir að það fag hafi dregið sig veru­lega niður.

„Þegar ég næ loks próf­un­um þá mun ég kvæn­ast stúlku sem er yngri en þrjá­tíu ára,“ sagði Yadav, sem býr einn í þorp­inu Kohari, sem er í eyðimerk­ur­rík­inu Raj­ast­h­an, í sam­tali við Reu­ters.

Hann er þegar byrjaður að und­ir­búa sig fyr­ir til­raun 39.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þér finnst þú eiga eitthvað erfitt með að einbeita þér, sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Sýndu umburðarlyndi í umgengni við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þér finnst þú eiga eitthvað erfitt með að einbeita þér, sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Sýndu umburðarlyndi í umgengni við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir