Féll í 38. sinn

Sjötíu og þriggja ára gamall indverskur bóndi, sem hét því að kvænast ekki fyrr en hann myndi ná grunnskólaprófi, hefur fallið í 38. sinn á prófunum.

Shiv Charan Yadav hefur tekið prófin, sem eru ætluð 15 ára gömlum börnum, á hverju ári síðan 1969.

Hann var rúmlega þrítugur þegar hann ákvað að taka prófin og bæta menntun sína.

Í ár féll hann í öllu nema sanskrít, en hann fékk aðeins 103 stig af 600.

Hann segist eiga í miklum erfiðleikum með stærðfræði, og segir að það fag hafi dregið sig verulega niður.

„Þegar ég næ loks prófunum þá mun ég kvænast stúlku sem er yngri en þrjátíu ára,“ sagði Yadav, sem býr einn í þorpinu Kohari, sem er í eyðimerkurríkinu Rajasthan, í samtali við Reuters.

Hann er þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir tilraun 39.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir