„Hrói höttur“ settur í steininn

Reuters

Þýskur bankastarfsmaður sem stal peningum frá ríkum viðskiptavinum til að hjálpa þeim fátækari var í gær dæmdur í tveggja ára og tíu mánaða fangelsi. Þessi Hrói höttur nútímans, eins og þýskir fjölmiðlar hafa kallað hann, flutti rúmar tvær milljónir evra á reikninga viðskiptavina sem hann taldi þurfandi.

Maðurinn er 45 ára og var háttsettur starfsmaður Sparkasse Tauberfranken í bænum Mosbach í Suður-Þýskalandi. Í málsskjölum kemur fram að hann hafi sett peningana inn á reikninga viðskiptavina sem ekki áttu möguleika á að fá lán á hefðbundum peningamarkaði.

Talskona réttarins sagði að maðurinn hefði ekki dregið sjálfum sér fé. Hann gaf sig á endanum fram við lögreglu í fyrra eftir að fjölmiðlar höfðu fengið veður af málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir