Tveggja ára gamalt barn fékk áfengi í stað eplasafa

Kim Mayorga vissi ekki í hvorn fótinn hún átti að stíga þegar tveggja ára gamalt barn hennar fór að gretta sig og ýta frá sér eplasafanum hún hafði pantað á veitingastaðnum Applebee í Bandaríkjunum. Þegar hún tók lokið af pelanum hans gaus upp megn áfengislykt, m.a. af tekíla.

Í ljós kom að starfsmaður veitingahússins hafði fyrir mistök blandað margarítu kokteil handa drengnum, Julian Mayorga. Hann varð fljótt syfjaður og nokkrum klukkustundum síðar fór hann að kasta upp. Í kjölfarið fór móðir hans með hann á sjúkrahús til skoðunar.

„Ég ætlaði ekki að fara gera neitt mál út af þessu,“ sagði móðir hans í viðtali við Contra Costa Times í gær. „En svo varð hann veikur.“

Eplasafinn og margarítublandan á veitingastaðnum voru geymd í plastflöskum sem eru nánast eins í útliti. Framkvæmdastjóri staðarins greip því ranga flösku þegar hann ætlaði að hella eplasafanum í glas handa litla stráknum.

Randy Tei, aðstoðarforstjóri Apple Bay East Inc., sem á veitingahúsakveðjuna Applebee, segir að fyrirtækið muni greiða sjúkrakostnað Mayorgas fjölskyldunnar. Þá sagði hann að séð verði til þess að áfengisblöndur og ávaxtasafar verði aldrei geymdar í alveg eins flöskum.

„Við trúum því að hér hafi verið um óviljaverk að ræða,“ sagði Tei.

Lögreglan tekur í sama streng og þá er vert að minnast á það að drengnum heilsast vel.

Móðir drengsins segir að fyrirtækið hafi beðist afsökunar á þessu og boðið þeim fríar máltíðir. „Ef þeir halda að ég muni fara þangað aftur, þá eru þeir kolruglaðir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir