Tveggja ára gamalt barn fékk áfengi í stað eplasafa

Kim Mayorga vissi ekki í hvorn fótinn hún átti að stíga þegar tveggja ára gamalt barn hennar fór að gretta sig og ýta frá sér eplasafanum hún hafði pantað á veitingastaðnum Applebee í Bandaríkjunum. Þegar hún tók lokið af pelanum hans gaus upp megn áfengislykt, m.a. af tekíla.

Í ljós kom að starfsmaður veitingahússins hafði fyrir mistök blandað margarítu kokteil handa drengnum, Julian Mayorga. Hann varð fljótt syfjaður og nokkrum klukkustundum síðar fór hann að kasta upp. Í kjölfarið fór móðir hans með hann á sjúkrahús til skoðunar.

„Ég ætlaði ekki að fara gera neitt mál út af þessu,“ sagði móðir hans í viðtali við Contra Costa Times í gær. „En svo varð hann veikur.“

Eplasafinn og margarítublandan á veitingastaðnum voru geymd í plastflöskum sem eru nánast eins í útliti. Framkvæmdastjóri staðarins greip því ranga flösku þegar hann ætlaði að hella eplasafanum í glas handa litla stráknum.

Randy Tei, aðstoðarforstjóri Apple Bay East Inc., sem á veitingahúsakveðjuna Applebee, segir að fyrirtækið muni greiða sjúkrakostnað Mayorgas fjölskyldunnar. Þá sagði hann að séð verði til þess að áfengisblöndur og ávaxtasafar verði aldrei geymdar í alveg eins flöskum.

„Við trúum því að hér hafi verið um óviljaverk að ræða,“ sagði Tei.

Lögreglan tekur í sama streng og þá er vert að minnast á það að drengnum heilsast vel.

Móðir drengsins segir að fyrirtækið hafi beðist afsökunar á þessu og boðið þeim fríar máltíðir. „Ef þeir halda að ég muni fara þangað aftur, þá eru þeir kolruglaðir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir