Hestur handtekinn fyrir bílþjófnað

Lögreglan í Jóhannesarborg í Suður-Afríku handtók í dag hest í aðgerðum gegn bílþjófum í Soweto. Tveir menn, sem eru grunaðir um þjófnaðinn voru einnig handteknir.

Hesturinn dró vagn sem nýr bíll af Toyota-gerð var á, en í vagninum voru einnig mennirnir tveir, að því er lögreglan greindi frá.

Talsmaður lögreglunnar sagði að lögum samkvæmt hefði ekki verið heimilt að skilja hestinn og vagninn eftir þegar mennirnir tveir voru settir í varðhald.

Hesturinn var skömmu síðar látinn laus, í umsjá dýraverndarsamtaka í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir