Vaknaði upp í eigin jarðarför

Ættingjum 87 ára gamals manns í Taívan brá heldur betur í brún er maðurinn vaknaði upp í eigin jarðarför.

Fjölskyldan, sem er búddatrúar, var að fara með bænir yfir líkinu í bænahúsi er líkið tók andköf og og vaknaði upp, samkvæmt frétt Shanghæ Daily.

Fjölskyldan hafði fengið þær upplýsingar hjá sjúkrahúsinu þar sem maðurinn lá banaleguna, að hann gæti ekki lifað án súrefnisgjafar og ef slökkt yrði á súrefni til hans þá myndi hann deyja strax. Fjölskyldan ákvað að hætta súrefnisgjöf og flytja hann heim svo hann gæti dáið á heimili sínu. Var maðurinn klæddur í líkklæði og færður í bænahúsið til hinstu hvíldar. Var hann fluttur á sjúkrahús aftur eftir að hafa vaknað upp og eru læknar orðlausir vegna skyndilegs bata mannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar