Fann frosið lík glæpamanns

Réttarlæknar í Dublin á Írlandi hófu í dag að kryfja lík glæpamanns, sem fannst frystigeymslu í fiskbúð á vesturhluta Írlands í síðustu viku. Mannsins hafði þá verið saknað frá árinu 2002.

Íranskur eigandi Hafmeyjufiskbúðarinnar í Galway á Vestur Írlandi fann í síðustu viku líkið af Patrick McCormack frosið í plastíláti í frystigeymslunni. Svo virtist sem manninum hafði verið misþyrmt og hendur hans voru bundnar fyrir aftan bak. Ekki var hægt að hefja krufningu fyrr en í dag vegna þess hve líkið var lengi að þiðna.

McCormick þessi var góðkunningi lögreglunnar. Hann hafði verið dæmdur fyrir rán og var á lista yfir grunaða fíkniefnasala þegar hann hvarf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir