Titrandismokkur olli háværum deilum á Indlandi um það hvort hann væri kynlífsleikfang, sem eru bönnuð, eða getnaðarvörn.
Þessi umdeildi smokkur hefur valdið reiði íbúa Madhya Pradesh héraðsins á Indlandi, þar sem fyrirtækið sem markaðssetur hann er í eigu ríkisins. Smokkurinn, sem kallast Crezendo, inniheldur rafhlöðuknúinn hring. Gagnrýnendur segja að hann sé því í raun titrari og ætti að vera bannaður.
Notkun á smokkum hefur minnkað talsvert á Indlandi að undanförnu. Titrarasmokkurinn er því tilraun til þess að koma til móts við neytendur, að sögn forsvarsmanna framleiðslufyrirtækisins, Hindustan Latex Limited.