Skotapilsapungar falla undir ný lög

Skotapilspungarnir eru gjarnan sniðnir úr skinnum otra eða greifingja.
Skotapilspungarnir eru gjarnan sniðnir úr skinnum otra eða greifingja. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Þeir sem ganga í skotapilsi í Skotlandi gætu þurft að bera á sér sérstakt leyfi fyrir hinum hefðbundna pung eða tösku sem er hluti af búningnum. Það mun fara eftir túlkun á nýjum lögum um verndun dýra sem eru í útrýmingarhættu sem hafa verið samþykkt á skoska þinginu.

Fréttavefur BBC skýrir frá því að lögunum sé ætlað að vernda greifingja og otra en skinn þeirra eru gjarnan notuð í svo kallaðan Sporran sem er hluti af þjóðbúningi Skota.

Lögin ná aftur til 1994 og þurfa þeir sem sækja um leyfi að sanna að skinnið sé komið af dýri sem hafi verið deytt á löglegan hátt.

Önnur dýr sem lögin ná yfir eru dádýr, villikettir, broddgeltir, leðurblökur, moldvörpur, selir, hvalir, höfrungar og hnísur.

Þeir sem eiga hluta af slíkum dýrum en hafa ekki leyfi eiga á hættu að lenda í fangelsi í hálft ár og eða að greiða ríflega 600 þúsund krónur í sekt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar