Helmingur Kanadamanna of fáfróður til að mega vera Kanadamenn

Hvað skyldi þetta nú vera?
Hvað skyldi þetta nú vera?

Þjóðhátíðardagur Kanada er á morgun, en samkvæmt könnun sem birt var í gær er um helmingur kanadískra ríkisborgara of fáfróður til að mega hafa ríkisborgararétt, a.mk. ef miðað er við próf í kanadískri sögu og landafræði sem væntanlegir innflytjendur verða að standast.

Samkvæmt könnuninni, sem gerð var á vegum Ipsos Reid, myndu um 60 af hundraði kanadískra borgara falla á prófinu, sem innflytjendur verða að standast til að geta fengið ríkisborgararétt.

Aftur á móti stóðst yfirgnæfandi meirihluti nýbúa prófið, eða 70 af hundraði.

Samkvæmt þessum niðurstöðum eru innflytjendur og nýbúar betur að sér en kanadískur almenningur um stjórnarfar, sögu og landafræði Kanada.

Þegar hliðstætt próf var lagt fyrir almenna borgara fyrir tíu árum féllu aðeins 45% á því, sem bendir til að almennri þekkingu Kanadamanna fari hrakandi.

Til að standast prófið þurftu þátttakendur að svara 12 af 21 spurningu rétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir